Sorphirða 2020

janúar 2, 2020
Featured image for “Sorphirða 2020”

Sorphirðudagatöl fyrir árið 2020 hafa nú verið birt á vef Borgarbyggðar undir þjónusta og einnig á forsíðunni.

Borgarbyggð vekur sérstaka athygli á því að söfnun lífræns úrgangs frá öllum heimilum í sveitarfélaginu hefst 1. apríl n.k. Gert er ráð fyrir því að þessi breyting muni draga verulega úr urðun úrgangs frá heimilum, enda almennt talið að a.m.k. þriðjungur alls sorps frá hverju heimili sé lífrænn úrgangur.

Þá er ennfremur vakin athygli á breyttri tíðni hirðingar á svörtu tunnunni í þéttbýli. Frá áramótum verður tunnan hirt á þriggja vikna fresti til 1. apríl n.k. sem er sambærilegt fyrirkomulag og hjá heimilum í dreifbýli. Frá og með 1. apríl n.k. verður svarta tunnan hirt einu sinni í mánuði og brúna tunnan hirt á 14 daga fresti yfir sumarmánuðina og einu sinni í mánuði yfir vetrartímann.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér sorphirðudagatölin vel.

Fyrirkomulag hirðingar og flokkunar á lífræna úrganginum verður kynnt íbúum þegar nær dregur.

Sorphirðudagatal dreifbýli 2020

Sorphirðudagatal þéttbýli 2020

 


Share: