Sögustund í Hjálmakletti

september 4, 2018
Featured image for “Sögustund í Hjálmakletti”

Bernd Ogrodnik brúðulistamaður hjá Brúðuheimum heimsótti Borgarbyggð með sýninguna “Sögustund” í boði Þjóðleikhússins sl. mánudag. Sýningin er brot úr sýningu sem Bernd hefur ferðast með um allan heim.

Bernd Ogrodnik er einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans. Auk þess að semja flest sín verk og leika, þá býr hann til allar brúðurnar í sýningunum, gerir leikmyndir og semur og flytur tónlist. Bernd hefur ferðast til um 30 landa um allan heim með brúðuleiksýningar sínar og haldið fræðsluerindi á alþjóðlegum leiklistarhátíðum, ráðstefnum og í listaháskólum. Hann hefur gert brúður af ýmsu tagi fyrir ýmis leikhús víða um heim, sem og fyrir sjónvarp og kvikmyndir.

Yngstu nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólans í Borgarnesi ásamt elstu börnum leikskóla Borgarbyggðar fjölmenntu á sýninguna.


Share: