Söfn og sýningar í Borgarbyggð

júní 3, 2021
Featured image for “Söfn og sýningar í Borgarbyggð”

Í sumar ætla Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri, Safnahús Borgarfjarðar í Borgarnesi og Snorrastofa í Reykholti að taka höndum saman og auka aðgengi að sýningarstarfi sínu með sameiginlegum aðgangseyri. Gestum safnanna er boðið upp á að kaupa aðgang að öllum þremur sýningunum með einu korti sem mun gilda í mánuð frá fyrstu heimsókn. Markmiðið með þessu samstarfi er meðal annars að efla samvinnu varðveislusetra í sveitarfélaginu, vekja áhuga almennings á þeirri fjölbreyttu menningarflóru sem er að finna í héraðinu og auðvelda fólki aðgang að þeirri miðlun sem stofnanirnar hafa upp á að bjóða.

Hönnun kortsins í ár var í höndum Rósu Sveinsdóttur.

Verkefnið er styrkt af Borgarbyggð.

Frekari upplýsingar eins og opnunartíma er að finna inn á heimasíðum safnanna. Vert er að taka fram að frítt er inn á sýningarnar fyrir börn yngri en 14 ára á Landbúnaðarsafninu og þeirra sem eru undir 18 ára hjá Safnahúsinu og Snorrastofu. Hér að neðan má sjá verðskrá sem er í gildi fyrir árið 2021:







Landbúnaðarsafn Íslands

Safnahús Borgarfjarðar

Snorrastofa

Almennt gjald: 1400 kr.

Almennt gjald: 1500 kr.

Almennt gjald: 1500 kr.

Aldraðir og öryrkjar: 1100 kr.

Aldraðir, öryrkjar og nemar: 1000 kr.

Aldraðir og öryrkjar: 1000 kr.

Sameiginlegur aðgangseyrir inn á þessi þrjú söfn sem gildir í mánuð frá útgáfu miðans: 2000 kr.

 


Share: