Ert þú með viðburð 17. júní 2021?

júní 3, 2021
Featured image for “Ert þú með viðburð 17. júní 2021?”

Undirbúningur vegna hátíðarhalda stendur yfir en ljóst er að 17. júní hátíðin í ár verður með óhefðbundnu sniði líkt og í fyrra vegna fjöldatakmarkana. Viðburðarhald verður samblanda af viðburðum á vegum sveitarfélagsins og samstarfsaðila.

Aðilar vilja koma efni í dagskrá er bent á að hafa samband við Maríu Neves, samskiptastjóra gegnum netfangið maria.neves@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100 fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 8. júní.

Athygli er vakin á því að íþrótta- og æskulýðsfélög í Borgarbyggð sem bjóða upp viðurkennt starf fyrir börn og unglinga geta sótt um að vera með söluborð á hátíðarskemmtuninni.


Share: