Laust starf námsráðgjafa í Grunnskólanum í Borgarnesi

júní 2, 2021
Featured image for “Laust starf námsráðgjafa í Grunnskólanum í Borgarnesi”

Grunnskólinn í Borgarnesi leitar eftir námsráðgjafa í 50% stöðuhlutfall.

Námsráðgjafi starfar í þágu nemenda og er trúnaðar – og talsmaður þeirra. Hlutverk námsráðgjafa er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum og öðrum sérfræðingum innan og utan skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Mikil þróun á sér stað innan Grunnskólans í Borgarnesi og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem starfsfólk skólans mynda.

Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í vi8rku og skapandi skólastarfi með nemendum, samstarfsfólki og foreldrum.

Helstu verkefni:

  • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans.
  • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur
  • Náms-og starfsfræðsla
  • Forvarnir
  • Námstækni

Hæfniskröfur:

  • Hefur lokið námi í náms- og starfsráðgjöf
  • Reynsla æskileg
  • Ríkir samstarfs – og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

Umsóknarfrestur er til 16. júní 2020

Umsóknir skal senda til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra, julia@grunnborg.is einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 862-1519.

 

 


Share: