Snorrastofa – glæpasögukvöld og jólabækur

desember 10, 2007
Jólabækurnar eru komnar í bókasafn Snorrastofu í Reykholti og er þar opið alla virka daga frá kl. 9-17. Glæpasögukvöld verður haldið í safninu á morgun, þriðjudag, kl. 20.30. Þar lesa eftirtaldir höfundar upp úr nýútkomnum bókum sínum og umræður verða síðan á eftir:
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir: Kalt er annars blóð.
Óttar M. Norðfjörð: Hnífur Abrahams.
Fritz Már Jörgensson: Grunnar grafir.
Aðgangseyrir að glæpasögukvöldinu er 500 kr., en veitingar í hléi eru innifaldar.
Þess má geta að fyrir utan það mikla fræðastarf sem fram fer í Snorrastofu er þar að finna starfsemi eins og ferðamannaverslun þar sem er að finna jólagjafir s.s. íslenskt handverk, tónlist, bækur og jólakort Reykholtskirkju.
 
Ljósmyndir með frétt: Bergur Þorgeirsson
 

Share: