
Á þriðjudaginn og fimmtudaginn eru auk þess tónleikar kl. 20.30 í Logalandi þar sem nemendur á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum koma fram. Á miðvikudaginn kl. 18 leika forskólanemendur á hljóðfæri á tónleikunum í Borgarnesi og á föstudaginn á sama stað eru það söngdeildarnemendur sem gleðja áheyrendur með söng sínum.
Myndin með fréttinni var tekin í Logalandi þegar nemendur Tónlistarskólans og gestir þeirra frá Álftanesi spiluðu þar s.l. vor. Ljósmyndari: Theodóra Þorsteinsdóttir