Slökkviliðsæfing á Bifröst

maí 22, 2019
Featured image for “Slökkviliðsæfing á Bifröst”

Föstudaginn 17. maí s.l. hélt slökkvilið Borgarbyggðar æfingu að Bifröst. Var hún framhald á æfingu sem haldinn var mánuði áður en þá var farið yfir viðbrögð fólks ef eldur yrði laus og húsnæði fylltist af reyk. Á þesari æfingu var svo komið að því að rýma húsnæðið af svölum og fara niður stiga slökkviliðs. Á myndinni má sjá rektor Háskólans á Bifröst, Vilhjálm Egilsson, fara niður stigann undir styrkri stjórn Guðjóns F Jónssonar slökkviliðsmanns á Bifröst. Æfingin heppnaðist í alla staði mjög vel og náði þeim markmiðum sem að var stefnt.


Share: