Krakkarnir í 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum brettu upp ermar í gær og skelltu sér í sláturgerð. Allir bekkurinn tók þátt og sýndu þau mikinn dugnað og snilldartilþrif við sláturgerðina.
Meðfram sláturgerðinni elduðu þau hádegismatinn og buðu samnemendum sínum og starfsfólki skólans upp á tortillur með grænmeti og tilheyrandi. Í dag verður svo að sjálfsögðu glænýtt slátur á borðum í skólanum á Kleppjárnsreykjum.