Aðventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastdæmis verða í Reykholtskirkju í kvöld, fimmtudaginn 4. deesember og hefjast kl. 20.00. Fram koma Elísabet Waage hörpuleikari, Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Hilmar Örn Agnarsson gítarleikari. Á efnisskrá eru íslensk og erlend aðventu- og jólalög.