Fatsöfnun og pökkun til neyðaraðstoðar

desember 3, 2014
Mánudaginn 8. desember kl. 17.00 ætla sjálfboðaliðar Rauða krossins að hittast í Félagsbæ til að pakka fatnaði fyrir flóttafólk frá Úkraínu sem flúið hefur til Hvíta Rússlands. Þá verður einnig safnað saman öðrum hlýjum vetrarfatnaði og vetrarskóm til að senda með. Allur fatnaður nýtist, fyrir alla aldurshópa og bæði kyn. Teppi eru einnig vel þegin.
Við sama tækifæri munum við halda upp á 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi með því að bjóða þeim sem líta við hjá okkur upp á kaffi, kakó og smákökur. Þá verða skyndihjálparmyndir sýndar en það má geta þess að nú hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins farið í alla grunnskóla í Borgarbyggð með skyndihjálparkynningar fyrir grunnskólabörn.
Við vonumst til þess að sjá sem flesta og tökum fagnandi á móti öllum, hvort sem þeir eru skráðir sjálfboðaliðar eða ekki. Einnig hvetjum við alla sem tök hafa á því að koma til okkar hlýjum vetrarfatnaði og teppum að koma með það á þessum tíma. Einnig er hægt að setja fatnað í fatagámana, bæði við Félagsbæ og upp á Sólbakka, og merkja þá pokana Úkraínu. Þeir pokar fara þá í fatagám sem sendur verður út um miðjan desember.
F.h. Borgarfjarðardeildar Rauða krossins
Elín Kristinsdóttir formaður
 
 

Share: