Staða skólastjóra við Andabæ, Hvanneyri er laus til umsóknar. Andabær er skóli fyrir 74 börn sem byggir starf sitt á útinámi og náttúru- og umhverfismennt. Leitað er að skólastjóra til að leiða uppbyggingu skólastarfsins í samvinnu við starfsfólk, foreldra og börn. Skólastjóri tekur einnig virkan þátt í að móta skólasamfélag Borgarbyggðar með uppbyggilegum og framsýnum hætti í samvinnu við fjölskyldusvið og aðra skóla í Borgarbyggð. Þróunarstarf er að hefjast um breytingar á aldri barna sem dvelja í skólanum sem nær yfir leikskólastig og yngri bekki grunnskólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunnskólakennari eða leikskólakennari
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- og kennslumála æskileg
- Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi
- Hæfni til að veita faglega forystu og frumkvæði
- Færni í mannlegum samskiptum
- Metnaður og áhugi á nýjungum í leikskólastarfi
Verkefni og ábyrgðarsvið
- Er faglegur leiðtogi skólans
- Stjórnar daglegri starfsemi
- Sér um áætlanagerð og innra mat
-
Ber rekstrarlega ábyrgð
- Sér um starfsmannahald
- Ber ábyrgð á samstarfi við foreldra
- Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir
Staðan er laus frá 15. október 2015.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Borgarbyggðar eru karlmenn sérstaklega hvattir til að sækja um stöðu skólastjóra.
Umsóknafrestur er til og með 3. október 2015.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang annamagnea@borgarbyggd.iseða í síma 525-8500.
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsókn á netfangið annamagnea@borgarbyggd.is.
Umsókn þarf að fylgja yfirlit yfir nám og störf og upplýsingar um reynslu af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi. Jafnframt er óskað eftir því að gerð verði grein fyrir hugmyndum að áherslum í uppbyggingu skólastarfs í Andabæ.
Skólar í Borgarbyggð
Skólar í Borgarbyggð eru eftirsóknaverðir vinnustaðir þar sem áhersla er lögð á jákvæðni, áreiðanleika og fagmennsku kennara og annarra starfsmanna. Þar starfar vel menntað og hæft starfsfólk sem skipuleggur nám og starf barna á markvissan hátt. Unnið er með leiðtogafærni starfsfólks og nemenda og er vellíðan og velferð barna í fyrirrúmi. Gott og náið samstarf er haft við foreldra og þeir hvattir til að taka virkan þátt í námi barna sinna. Þróunarstarf er virkur þáttur í skólastarfi og fást börn og ungmenni við fjölbreytt viðfangsefni við hæfi hvers og eins.