Skólanámskrá Andabæjar

janúar 19, 2018
Featured image for “Skólanámskrá Andabæjar”

Skólanámskrá Andabæjar var fyrst gefin út árið 2005, endurskoðuð 2009 og var aftur í lok ársins 2017. Við gerð skólanámskrár var unnið í hópum á skipulagsdögum starfsfólks þar sem unnið var með ýmsa þætti. Það er starfsfólks Andabæjar að skólanámskráin styðji við starfið og verði góður leiðarvísir um markvisst leikskólastarf sem einkennist af leik, gleði og vináttu og verði í stöðugri þróun.

Starfið í Andabæ grundvallast á hugmyndafræði John Dewey um uppeldi og kennslu, kennsluaðferðum Caroline Pratt með opnum efniviði og sjö venjum til árangurs með það fyrir augum að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá börnunum. Leikskólinn er einn af heilsuleikskólum landsins þar sem heilsusamleg næring, hreyfing og listsköpun í leik er höfð að leiðarljósi. Einnig er leikskólinn Grænfánaleikskóli og hefur flaggað grænfánanum síðan árið 2005.

Skólanámskrá er sáttmáli um hvaða leiðir skal fara í starfsaðferðum og samskiptum til að efla menntun barna og stuðla að starfsþróun og fagmennsku innan leikskólans. Skólanámskráin gerir starfið sýnilegt, markvisst og auðveldar heildarsýn yfir skólastarfið. Skólanámskrá Andabæjar er aðgengileg á nýrri heimasíðu Andabæjar:

http://andabaer.leikskolinn.is/andab%C3%A6r/171207_andabaer_namskra_vef.pdf


Share: