Skipulagsauglýsing 2008-11-13

nóvember 13, 2008
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag í landi Húsafells.
Um er að ræða upptöku á deiliskipulag fyrir svæðið Stuttárbotnar þar sem gert er ráð fyrir einni 44 ha. lóða að stærð með 162 byggingarreitum, einni lóð fyrir íbúðarhús, lóð fyrir verslun og þjónustu, lóð fyrir athafnasvæði, lóð skilgreinda sem iðnaðarsvæði og er ætluð fyrir sorpmóttöku og flugbrautarstæði. Með gildistöku þessa deiliskipulags fellur eldra skipulag úr gildi.
Tillagan verður til sýnis frá og með 5. nóvember til 10. desember. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum til 10. desember. Athugasemdum skal skila til verkefnastjóra skipulagsmála í ráðhús Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 Borgarnesi. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

Share: