Skallagrímur – grænir og umhverfisvænir

maí 14, 2009
Ungmennafélagið Skallagrímur hefur hafið samstarf við Gámaþjónustu Vesturlands um útbreiðslu endurvinnslutunnunar.
Allar starfandi deildir innan Skallagríms munu á næstu dögum gerast byltingarsinnaðar og félagar ganga í hús í Borgarnesi og bjóða endurvinnslutunnur frá Gámaþjónustunni til leigu. Verkefnið verður unnið samhliða því að skrá nýja félagsmenn í Skallagrím. Félagið fær sem nemur tveggja mánaða leigu af öllum tunnum sem leigðar verða í átakinu.
Það er von stjórnar Ungmennafélagsins að íbúar taki vel í framtakið. Með því eru slegnar tvær flugur í einu höggi – verum umhverfisvæn og styðjum Skallagrím! Þess skal svo getið að Gámaþjónusta Vesturlands hafði frumkvæði að því að fá Ungmennafélagið Skallagrím í verkefnið.
Árið 2006 hóf Gámaþjónustan að markaðssetja endurvinnslutunnuna sem hefur verið í mikilli sókn síðan.
Hægt er að kynna sér endurvinnslutunnuna með því að fara á heimasíðu Gámaþjónustunnar hér. Þar eru leiðbeiningar og kynningarmyndband fyrir endurvinnslutunnuna.
 
 

Share: