Fundur í Grunnskóla Borgarfjarðar

maí 13, 2009
Fundur er boðaður með foreldrum og forráðamönnum nemenda í 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar í dag, miðvikudaginn 13. maí kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn í matsalnum á Kleppjárnsreykjum. Kennarar í bóklegum greinum segja frá tilhögun námsmats í vor og Elín Kristjánsdóttir, náms- og starfsráðgjafi mætir á fundinn og veitir upplýsingar vegna umsókna í framhaldsskóla. Fyrirspurnir og umræður.
 

Share: