Skallagrímsgata lokuð frá 18. ágúst – 29. ágúst vegna framkvæmda

ágúst 18, 2020
Featured image for “Skallagrímsgata lokuð frá 18. ágúst – 29. ágúst vegna framkvæmda”

Ákveðið hefur verið að loka Skallagrímsgötu frá 18. ágúst – 29. ágúst vegna framkvæmda við veitulagnir í gangstétt.  

Framkvæmdir hófust 10. ágúst s.l. og fyrst um sinn var einungis ákveðið að loka gangbrautinni. Nú er ljóst að það þurfi að loka alfarið fyrir bíla- og gangandi umferð um götuna á grundvelli öryggissjónarmiða.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Verkefnastjóri hjá Veitum er Helgi Helgason og verkefnastjóri hjá Borgarbyggð er Ragnar Frank. Verktaki er Borgarverk.


Share: