Sinfóníuhljómsveit Íslands í Borgarnesi

október 7, 2004
 
 
Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt í síðustu viku magnaða tónleika í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.
 
Um daginn fjölmennti unga fólkið í Borgarbyggð á ókeypis barnatónleika en um kvöldið voru svo tónleikar fyrir fullorðna. Húsfylli var og sannarlega gaman að fá þessa hljómsveit allra landsmanna í heimsókn í íþróttamiðstöðina.
Karlakórinn Söngbræður tóku nokkur lög við undirleik sveitarinnar og tókst þeim vel upp enda ekki leiðinlegt að syngja við svo magnaðan undirleik. Frábær skemmtun.
ij.
 

Share: