
Um er að ræða sýningu á uppstoppuðum fuglum úr eigu Náttúrugripasafns Borgarfjarðar, en það safn er mjög vandað og fjölbreytt, bæði af staðar- og flækingsfuglum í íslenskri náttúru.
Því miður verður lokað í Safnahúsi yfir páskana en opnað næst þriðjudaginn 6. apríl kl. 13.00.
Ljósmynd: áhugasamir krakkar skoða fuglana.
Myndataka: Guðrún Jónsdóttir