Auglýst er eftir sérkennslustjóra til stafa í leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 75% stöðu.
Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra og öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla, stefnu viðkomandi sveitarfélags og skólanámskrá leikskólans.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar ásamt leikskólastjóra.
- Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla
- Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
- Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
- Reynsla af sérkennslu
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi sveitafélag. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar rafrænt á andabaer@borgarbyggd.is
Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2020. Ráðið er í starfið frá og með 5. janúar 2021 eða eftir nánari samkomulagi.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.
Nánari upplýsingar veitir Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri, asta@borgarbyggd.is Einnig er hægt að hafa samband í s:433 7170/8464341