Samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð

júní 27, 2022
Featured image for “Samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð”

Í nóvember 2021 samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar Samþykkt um búfjárhald nr. 1732/2021 og sem birtist í B-deild stjórnartíðinda þann 10. janúar sl.

Í samþykktinni er nú meðal annars staðfest að þeir sem hyggjast halda skepnur utan lögbýla skulu sækja um leyfi til þess til sveitarfélagsins, heimilt er að halda allt að 10 hænsni á lóð hverju sinni og hanar eru með öllu bannaðir utan lögbýla.

Sérstök athygli er vakin á 9. gr. samþykktarinnar þar sem staðfest er að lausaganga stórgripa er nú bönnuð í öllu sveitarfélaginu. Umráðamönnum stórgripa í sveitarfélaginu er skylt að hafa þá í vörslu innan gripaheldra girðinga sbr. reglugerð um girðingar nr. 748/2002.

Búfjáreigendur í Borgarbyggð eru hvattir til að kynna sér Samþykkt um búfjárhald á vef sveitarfélagsins eða á á vef Stjórnartíðinda.


Share: