Samningur um Safnahús

desember 10, 2007
Forsvarsmenn Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps undirrituðu s.l. föstudag samning sín á milli um safnamál. Þar er kveðið skýrt á um vörsluhlutverk Skjalasafns Borgarfjarðar gagnvart Hvalfjarðarsveit auk aðgengis íbúa Skorradalshrepps að bóksafni, skjalasafni, náttúrugripasafni og byggðasafni.
Þetta er gert í kjölfar þess að byggðasamlag sem fyrir hendi var um þessi söfn var slitið um síðustu áramót. Samkvæmt þessu fellur annað sértækt safnastarf en skjalvarsla niður gagnvart Hvalfjarðarsveit, en hlutverk Safnahúss sem borgfirskrar safnastofnunar er hins vegar formlega skjalfest.
Eftirtaldir undirrituðu samningana: Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar, Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og Davíð Pétursson oddviti Skorradalshrepps.
 
Ljósmynd með frétt: Helgi Helgason

Share: