Rýnt í þjónustukönnun

janúar 28, 2008
Á morgun þriðjudag frá kl.17.30 verða að störfum rýnihópar í ráðhúsi Borgarbyggðar sem eru að fara yfir þjónustukönnunina sem unnin var fyrir Borgarbyggð síðastliðið sumar. Rýnihóparnir eru tveir, annar skipaður fólki á aldrinum 25 til 44 ára og hinn skipaður fólki á aldrinum 45 til 65 ára og eiga þeir að ræða þjónustu sveitarfélagsins og rýna í könnunina. Hér má nálgast könnunina sjálfa.
Myndin sýnir forsíðu könnunarinnar.

Share: