Fimmtudaginn 15. nóv. var haldin viðamikil rýmingaræfing á leikskólanum Hraunborg, slökkviliðsmenn á Bifröst fengu óundirbúin boð um að reykur væri í eldhúsi og eldhúsálmu skólans og rýming barna úr húsnæðinu stæði yfir. Börnin voru svo flutt eftir að þau höfðu yfirgefið skólahúsnæðið út um neyðarútganga og björgunarop, niður í Hriflu samkomusal Háskólans á Bifröst þar sem tekið var á móti þeim og haft ofan af fyrir þeim þangað til að foreldrar þeirra sóttu þau. Búið var að fela eina dúkku í húsnæði skólans og var það hlutverk slökkviliðsmanna að finna barnið en reykkafarar voru undrafljótir að því og allt gekk upp eins og vonast var til í upphafi. Að þessari æfingu komu margir aðilar, starfsmenn leikskólans Hraunborgar, starfsfólk Háskólans á Bifröst, slökkviliðsmenn okkar á Bifröst og ekki síst foreldrar barnanna. Að lokum var haldinnh rýnifundur með þeim sem þátt tóku í æfingunni og farið yfir það sem betur mætti fara og eins yfir það sem vel var gert, og er slökkviliðsstjóri afar þakklátur öllum þeim sem tóku þátt í æfingunni og öllum undirbúningi hennar sem tókst í alla staði vel.