Byrjað er að rífa kjallarann að Borgarbraut 57, húsnæði gamla JS-Nesbæjar.
Verktaki í verkinu er Borgarverk ehf og munu þeir brjóta niður alla steypu sem eftir er í húsinu, flokka allt járn frá steypunni og sjá um förgun. Einnig verður fyllt í grunninn en gert er ráð fyrir að um 900 m3 af fyllingarefni þurfi til verksins.