Götuljósin slökkt í sumar

maí 26, 2014
Slökkt verður á götulýsingu á vegum Borgarbyggðar í öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins í júní og júlí í sumar að undanskildri lýsingunni á þjóðvegi 1 gegnum Borgarnes.
Í sumar er sjötta sumarið sem þetta fyrirkomulag er haft og gert til að halda niðri kostnaði sveitarfélagsins við rekstur götulýsingar.
Þeir staðir sem um ræðir eru: Borgarnes, Hvanneyri, Bifröst, Kleppjárnsreykir, Árberg, Reykholt og Bæjarhverfi.
Jökull Helgason
Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
 

Share: