Ráðstafanir í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar

mars 18, 2020
Featured image for “Ráðstafanir í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar”

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 hefur verið ráðist í eftirfarandi ráðstafanir í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins.

Nemendur leik-, grunn og framhaldsskóla.

 • Kennsla í íþróttum og sundi fellur niður á meðan samkomubann stendur yfir hjá nemendum leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Íþróttaæfingar og íþróttahús

 • Allar æfingar falla niður hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri til mánudagsins 23. mars líkt og tilmæli frá ÍSÍ  15. mars s.l . segja til um.
  Á meðan verður unnið að nýjum útfærslum fyrir þennan hóp.
 • Íþróttaæfingar 17 ára og eldri verða útfærðar í samvinnu við UMSB, þó verður ekki hægt að nota búningsklefa. Íþróttafélögin verða að fylgja þeim takmörkunum og tilmælum sem gilda næstu fjórar vikurnar.  Þessi útfærsla verður unnin í samvinnu við UMSB

Sundlaugar Borgarbyggðar

 • Sundlaug er opin en staðan er reglulega metin um hvort hægt sé að halda úti opnun miðað við aðgerðir sem takmarkaða fjölda í sundklefa hverju sinni.
 • Búningsklefar á efri hæðinni eru eingöngu opnir fyrir sundlaugargesti en vegna stærðar búningsklefa er einungis þriðji hver skápur notaður
 • Rennibrautir eru lokaðar.

Búningsklefar

 • Búningsklefar á neðri hæðinni, nr. 2 og nr. 4 eru opnir fyrir iðkendur í þreksal en einungis þriðji hver skápur í notkun.
 • Klefi nr. 2 – fyrir karla er opin fyrir þá sem ætla í þrek og sund.
 • Klefi nr. 4 – fyrir konur er opin fyrir þá sem ætla í þrek og sund.

Þreksalur og hópatímar

 • Þreksalur er opinn en staðan er metin reglulega um hvort hægt sé að halda úti opnun miðað við aðgerðir með takmarkaðan fjölda á svæðinu hverju sinni.
 • Búningsklefar fyrir iðkendur í þreksal: sjá upplýsingar hér fyrir ofan undir Búningsklefar.
 • Þeir aðilar sem ætla bara í þreksal koma tilbúnir og gera aðrar ráðstafanir vegna sturtuferða.
 • Allir iðkendur þurfa að þrífa snertifleti tækja fyrir og eftir notkun.
 • Iðkendur eiga að viða fjarlægðarmörk sem landlæknir hefur sett.

Sótthreinsiþrif í mannvikjunum hafa verið aukin, sérstaklega snertifletir.

 • Starfsfólk þvær með sápu öll tæki einu sinni á dag í þreksal.
 • Sprittbrúsar eru við pappír standa á vegg.
 • Úðabrúsar til að þrífa tæki eru til staðar, einnig úðabrúsar með sápuvatni.
 • Gólf á sundlaugasvæði sótthreinsað daglega.
 • Búningsklefar sótthreinsaðir daglega.
 • Skápar og lyklar sótthreinsaðir reglulega yfir daginn.
 • Sprittbrúsi í afgreiðslu, skjár og posi sótthreinsað reglulega.

Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að sýna ábyrgð, gæta að hreinlæti og hafa í huga ráðleggingar Landlæknis um að handþvottur sé besta forvörnin.

Auk þess vill sveitarfélagið biðja alla þá sem finna til flenskueinkenna eða hafa verið í samskiptum við smitaða einstaklinga  um að mæta ekki í íþróttamannvirkin.

 


Share: