Orkuveitan horfir til Rauðsgils

maí 18, 2010
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur gert samning við landeigendur á Steindórsstöðum í Reykholtsdal með það fyrir augum að afla neysluvatns fyrir vatnsveituna í dalnum á melunum neðan við Rauðsgil. Jafnframt verður leitast við að auka vatnstöku í landi Kleppjárnsreykja. Framkvæmdir hefjast um leið og tilskilin leyfi liggja fyrir og er vonast til að úrbótanna verði vart þegar í sumar.
Nánar á vef Orkuveitunnar http://www.or.is/
 

Share: