Föstudagskvöldið 17. apríl verður opinn fundur á Bifröst með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Fundurinn verður í Hriflu og hefst klukkan 20:00. Að loknum framsöguerindum hefjast umræður með þátttöku áheyrenda. Allir velkomnir. (fréttatilk.)