![]() Fjölmennum og heiðrum þessa góðu gesti.
|
.
|
Árið 1991 gaf Hörpuútgáfan og Samband Borgfirskra kvenna út Bókina “Og þá rigndi blómum…..” en í henni eru smásögur, ljóð og leikrit eftir 142 borgfiskar skáldkonur, Umsjón og efnisval var á hendi Ingibjargar Bergþórsdóttur.
Flytjendur eru Tungubrjótar frá félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 í Reykjavík, undir stjórn Guðnýjar Helgadóttur leikara og Soffíuhópur frá félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 í Reykjavík, undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikara.
Það eru auðvitað allir hjartanlega velkomnir en ekki væri verra ef öll þau ljóðskáld sem leynast í fögrum dölum og byggðum í Borgarfirði myndu koma á fund Tungubrjóta og Soffíuhóps því “blómunum” mun svo sannarlega rigna á þriðjudagskvöldið 21. apríl kl. 20.00 á Söguloftinu í Landnámssetri