Öðruvísi öskudagur í ár

febrúar 11, 2021
Featured image for “Öðruvísi öskudagur í ár”

Sóttvarnayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar varðandi heimsóknir barna í stofnanir og fyrirtæki á öskudaginn sem er miðvikudaginn 17. febrúar nk.

Hugmyndir á farsóttartímum á öðruvísi öskudegi:

Gerum okkur dagamun í nærumhverfinu

  • Höldum upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni.

Mætum í búningum

  • Brjótum upp á hversdagsleikann með því  að mæta öll í búningum. Ungir sem aldnir.

Endurvekjum gamlar hefðir

  • Nú er tækifæri að endurvekja gamlar öskudagshefðir eins og að búa til öskudagspoka og slá köttinn úr tunnunni. Með sóttvarnir í huga að sjálfsögðu.

Syngjum fyrir sælgæti

  • Ef hefð er fyrir því að ganga á milli húsa eða fyrirtækja í hverfinu væri upplagt að foreldrafélög tækju upp á sína arma að halda utan um hvar sé hægt að koma og syngja fyrir nammi. Athugið að gæta fyllstu sóttvarna og gefið aðeins sérinnpakkað sælgæti.

Share: