Nýsköpunarstörf fyrir námsmenn í grunn- og meistaranámi

maí 22, 2020
Featured image for “Nýsköpunarstörf fyrir námsmenn í grunn- og meistaranámi”

Borgarbyggð auglýsir eftir námsmönnum í grunn- og meistarnámi á háskólastigi til að taka þátt í nýsköpunarverkefnum þar sem sótt er um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna í samstarfi við sveitarfélagið. Ráðning er háð styrkveitingu frá Nýsköpunarsjóð námsmanna.

Stafræn stefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Borgarbyggð  

Fjölbreytt áhugavert sumarstarf er í boði fyrir námsmann í grunn- og meistaranámi á háskólastigi sem er með lögheimili í Borgarbyggð. Starfið er tveggja mánaða sumarstarf fyrir námsmann í samstarfi við Nýsköpunarsjóð námsmanna. Starfið hentar fyrir námsmann í upplýsingatækni / tölvunarfræði.

Helstu verkefni starfsmanns er að sjá um innviðagreiningu á stafrænni stöðu sveitarfélagsins, útbúa drög að stafrænni stefnumótun og vinna að aðgerðaráætlun fyrir stafræna stefnumótun hjá Borgarbyggð.

Markmið verkefnisins er að virkja sveitarfélagið í stafrænni framþróun og nýta nútímatækni til að bæta þjónustu og samskipti við íbúa.

Vinsamlega sendið umsóknir um starfið til Ingibjargar Guðmundsdóttir mannauðsstjóra á netfangið ingibjorg@borgarbyggd.is og veitir hún einnig nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk.  

Kortlagning á réttindum og velferð barna í Borgarbyggð

Fjölbreytt áhugavert sumarstarf er í boði fyrir námsmann í grunn- og meistaranámi á háskólastigi sem er með lögheimili í Borgarbyggð. Starfið er tveggja mánaða sumarstarf fyrir námsmann í samstarfi við Nýsköpunarsjóð námsmanna. Starfið hentar fyrir námsmann í félagsfræði, kennaranámi, lögfræði, uppeldisfræði, þroskaþjálfafræðum, sálfræði og mannfræði.

Helstu verkefni starfsmanns er að kortleggja sveitarfélagið með gátlistum sem byggja á grunnþáttum barnvænna sveitarfélaga, spurningalistum og samtali við börn og starfsfólk sveitarfélagsins. Safna saman í gagnagrunn fyrirliggjandi tölfræðigögnum um börn í sveitarfélaginu og greina þau á heildstæðan hátt og skrifa greinargerð um niðurstöðu kortlagningarinnar.

Vinsamlega sendið umsóknir um starfið til Ingibjargar Guðmundsdóttir mannauðsstjóra á netfangið ingibjorg@borgarbyggd.is og veitir hún einnig nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk.  

 


Share: