Nýr Framhaldsskóli í Borgarnesi!

janúar 17, 2006
Menntamálaráðherra kynnti í s.l. viku þá ákvörðun sína að skipa sérstakan stýrihóp til undirbúnings að stofnun framhaldsskóla í Borgarnesi á grundvelli þeirra hugmynda sem undirbúningshópur á vegum sveitarfélaga og háskóla í Borgarfirði hefur markað.

Samkvæmt þeim hugmyndum verður stofnað hlutafélag í eigu heimamanna er mun annast byggingu húsnæðis og rekstur skólans. Fyrsta verkstig í þeim undirbúningi er mótun á nýju námsfyrirkomulagi og skilyrðum fyrir húsnæði framhaldsskóla, þar sem farnar eru nýjar leiðir m.a. í
fullorðinsfræðslu. Gert er ráð fyrir að skólinn verði þriggja ára framhaldsskóli og starfi eftir nýrri námskrá um breytt námsskipulag til stúdentsprófs og er hér um tilraunaverkefni að ræða.

Hlutverk stýrihópsins verður að hafa frumkvæði að mótun
námsfyrirkomulags, rekstrarfyrirkomulags og húsnæðis og leita eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila. Stýrihópur leggur tillögur sínar til menntamálaráðuneytis til samþykktar.


Share: