Þreksalur opnar á Varmalandi

janúar 16, 2006
Í íþróttahúsinu á Varmalandi opnar í dag mánudag þreksalur með 2 hlaupabrettum, fjölþættri þrekstöð og handlóðum.
 
Opið sem hér segir:
Þreksalurinn opnar fyrir almenning 16. janúar 2006 kl. 16:30
 
Þreksalurinn verður svo opin frá kl. 12:30 til 14:30 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
Leiðbeinandi verður svo seinni part dags í þreksalnum frá kl. 16:30 til 19:30 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hvetjum við byrjendur til að mæta þá og fá tilsögn sem hæfir hverjum og einum til að allt fari vel.
Leiðbeinandi er Davíð Örvar Ólafsson íþróttakennari.
 
Verðskrá:
Mánaðarkort kr. 2.000
Mánaðarkort unglinga 14 til 18 ára kr. 1.200 einungis á þeim tímum sem leiðbeinandi er við.
Stakir tímar kr. 350
Sund og gufa innifalin í verði
”” Frír prufutími ””
Hægt er að panta tíma fyrir hópa sem vilja taka sig saman og fara í ræktina fyrir utan auglýstan opnunartíma skv. samkomulagi í síma 699 0639, 420 1520 eða 840 1522
 
Sundlaugin Varmalandi
 
 

Share: