Lausar stöður við leikskólann Hraunborg á Bifröst

janúar 20, 2006
Við leikskólann Hraunborg á Bifröst eru lausar stöður leikskólakennara og störf við ræstingu.

Um er að ræða eina 100% stöðu leikskólakennara frá 1. mars til frambúðar og eina 100% stöðu í afleysingum frá 20. mars til 10. júlí.
Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
Á Hraunborg er einnig laus staða við ræstingu frá og með 1. júní 2006. Til greina kemur að skipta stöðunni á milli tveggja einstaklinga.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störfin.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, leikskólastjóri, í síma 435-0077 eða í tölvupósti; hraunborg@borgarbyggd.is
 
 

Share: