Nýjar skipulagstillögur settar á vefinn

apríl 3, 2007
Auglýst hefur verið breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 og nýtt deiliskipulag af svæði við Hrafnaklett í Borgarnesi. Báðar þessar tillögur liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Borgarbyggðar til 8. maí og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 22. maí 2007. Tillögurnar hafa einnig verið settar hér á heimasíðuna undir starfsemi/skipulagsmál.
Á sama stað á síðunni er að finna ýmsar aðrar teikningar/tillögur, s.s. deili- og aðalskipulagstillögu um Brákarey í Borgarnesi og deiliskipulag að svæði við Hamar við Borgarnes og Guðnabakka í Stafholtstungum. Ennfremur vinnureglur við úthlutun lóða í Borgarbyggð.

Share: