![](https://borgarbyggd.is/images/Mynd_1678695.jpg)
Heiti sýningarinnar er Norðurljós og vísar það til myndefnisins, en myndirnar hefur Ómar tekið í Borgarnesi og nágrenni og segir Borgarnes vera afar vel í sveit sett til myndatöku af Norðurljósum. Af myndum hans má sjá að hann hefur næmt auga fyrir litbrigðum náttúrunnar og nær að kalla fram ævintýralega ljósadýrð á myndflötinn á þessum dimmasta tíma ársins.
Sýningin verður opin 13.00 – 16.00 á opnunardaginn og eftir það virka daga 13.00 – 18.00. Henni lýkur 26. febrúar.
Allir velkomnir!