Norðurlandamót ungmenna í skák í Borgarnesi

febrúar 15, 2019
Featured image for “Norðurlandamót ungmenna í skák í Borgarnesi”

Norðurlandamót ungmenna í skák 11 – 20 ára var sett í Hótel Borgarnesi nú í morgun. Keppendur eru frá Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, 10 frá hverju landi eða samtals 60. Alls eru það á annað hundrað gestir sem dvelja í Borgarnesi yfir helgina í tengslum við mótið. Það verður teflt í dag, föstudag, laugardag og sunnudag. Það er ánægjulegt að Skáksamband Íslands skuli koma í annað sinn á tveimur árum með stórt skákmót hingað, en norðurlandamót stúlkna var haldið í Hótel Borgarnesi árið 2017 við mjög góðar aðstæður. Áhugafólk um skák er hvatt til að líta við á hótelinu á helginni og fylgjast með efnilegustu skákmönnum á Norðurlöndum etja kappi hver við annan.


Share: