Niðurstöður rannsókna á vímuefnaneyslu kynntar

október 18, 2011
Til foreldra og forráðamanna
Kynning á niðurstöðum rannsókna á vímuefnaneyslu meðal nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar og nemenda í efstu bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar fer fram miðvikudaginn 19. október kl. 17.00 í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga, kynnir niðurstöðurnar og fjallar um áhrifavalda á vímuefnaneyslu ungs fólks.
Fundarboðendur eru Menntaskóli Borgarfjarðar og grunnskólar Borgarbyggðar.
 

Share: