Þér er boðið á opið hús

október 17, 2011
Tilkynning frá leikskólanum Hnoðrabóli:
Leikskólinn Hnoðraból heldur upp á 25 ára afmælið sitt með opnu húsi fimmtudaginn 20. október kl. 13.30-15.30.
Þann dag bjóða börn, starfsfólk og foreldrar, alla þá sem vilja koma og þiggja veitingar í tilefni dagsins og skoða sýningu á verkum barnanna, velkomna á Hnoðraból.
Hlökkum til að sjá ykkur öll kæru sveitungar, gamlir nemendur, starfsfólk og foreldrar, ömmur, afar, frænkur, frændur, bændur og…………..
Kveðja frá öllum á Hnoðrabóli
 

Share: