Netnótan – Tónlistarskólar landsins láta ljós sitt skína

júní 14, 2021
Featured image for “Netnótan –  Tónlistarskólar landsins láta ljós sitt skína”

Á Íslandi eru tæplega 90 tónlistarskólar starfandi með 15 þúsund nemendur. Flest allir þessir skólar taka þátt í Netnótunni, nýjum tónlistarþáttum, sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þættirnir verða sýndir á N4 en þar gefst kostur á að skyggnast inn í starfsemi tónlistarskólanna, grasrót tónlistarsköpunar í landinu.

Frá árinu 2010 hefur Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins, verið haldin árlega með pompi og prakt. Árið 2020 átti hátíðin 10 ára afmæli en lítið varð úr hátíðarhöldum vegna Covid. Í ljósi aðstæðna brugðust tónlistarskólar landsins við með síma og Ipada að vopni og tóku upp eigin tónlistaratriði. Saman eru þessi myndbönd orðin að Netnótunni, þriggja þátta sjónvarpsseríu sem sýnd verður á N4.

Tónlistarskóli Borgarfjarðar tók þátt í Net-Nótunni og komu nemendur skólans fram í þættinum sem sýndur var sunnudaginn 13. júní síðastliðinn. 

Sjá má innslag tónlistarskólans hér.


Share: