Græna fánanum flaggað á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi

júní 14, 2021
Featured image for “Græna fánanum flaggað á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi”

Föstudaginn 4. júní sl. var Grænfánanum flaggað á bæði Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.

Öflugar umhverfisnefndir hafa verið starfandi á báðum stöðum og hafa í vetur unnið að þemum Grænfánans og uppskáru viðurkenninguna fyrir starfið á föstudaginn við hátíðlega athöfn.

Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem er veitt þeim skólum sem standa sig vel í umhverfismálum og vinna að sjálfbærni. Skólar sem hafa hlotið þessa viðurkenningu flagga fánanum við skólann sinn eða skarta skilti með grænfánamerkinu. Grænfánaskóla má finna í 68 löndum víða um heim og er verkefnið rekið af FEE, Foundation for Environmental Education. Á Íslandi hefur Landvernd haft umsjón með verkefninu frá upphafi.

Til hamingju með flottan árangur. 


Share: