Fyrirlestur um netfíkn og netöryggi í Borgarnesi

febrúar 25, 2020
Featured image for “Fyrirlestur um netfíkn og netöryggi í Borgarnesi”

Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi býður öllum þeim sem hafa áhuga að mæta á fyrirlestur um netfíkn og netöryggi barna þann 3. mars n.k.

Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur mun halda fyrirlesturinn en hann hefur í fjölda ára unnið með börnum og ungmennum sem hafa lent í vandræðum vegna mikillar netnotkunar og eru föst í heimi tölvuleikja og/eða snjalltækja.

Fyrr um daginn mun Eyjólfur fræða nemendur elsta stigs og starfsfólk grunnskólans um netnotkun barna og hvað ber að varast í þeim efnum.

Fyrirlesturinn hefst stundvíslega kl. 18:00 í 9. bekkjarstofunni.

Léttar veitingar í boði


Share: