Nemendur vinna með gler

október 28, 2010
Nemendur í myndmenntavali í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum hafa undanfarið verið að vinna með gler. Vinna með gler og glerbræðslu er nýbreytni í myndmenntakennslu við skólann. Það eru nemendur í 8.-10. bekk sem hafa unnið þessa fallegu hluti á meðfylgjandi myndum, undir handleiðslu Evu Lindar Jóhannsdóttur myndmenntakennara.
 
 

Share: