Móttökupakki fyrir nýja íbúa

apríl 3, 2023
Featured image for “Móttökupakki fyrir nýja íbúa”

Frá og með deginum í dag fá allir nýir íbúar Borgarbyggðar afhent móttökupakka. Um er að ræða skemmtilegt verkefni sem hefur verið í bígerð allt frá því á síðasta ári og hefur nú litið dagsins ljós.

Markmið móttökupakkans er fyrst og fremst að bjóða nýja íbúa velkomna í sveitarfélagið. Það er alltaf ánægjulegt þegar það fjölgar í samfélaginu og er Borgarbyggð umhugað að taka vel á móti nýjum íbúum með þakklætisvotti fyrir að taka þá ákvörðun að flytja í sveitarfélagið.

Fyrirkomulagið verður þannig háttað að í upphafi hvers mánaðar berst móttökupakkinn inn um lúgurnar hjá íbúum.

Móttökupakkinn inniheldur fjölnota poka, spilastokk og penna ásamt handbók sem hefur að geyma helstu upplýsingar um þjónustu Borgarbyggðar ásamt hagnýtum upplýsingum um mannlíf, íþrótta- og tómstundastarf, menntastarf og aðrar þarfar upplýsingar sem er gott fyrir nýja íbúa að vita af. 

Guðrún Katrín Ólafsdóttir er fyrsti nýi íbúinn til að fá afhent móttökupakkann. 


Share: