Minningarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar

september 17, 2013

Fimmtudaginn 19. september verður opnuð minningarsýning til heiðurs Hallsteini Sveinssyni í Safnahúsi.
Hallsteinn var frá Eskiholti, fæddur árið 1903. Listasafn Borgarness var stofnað árið 1971 í tilefni af rausnarlegri listaverkagjöf Hallsteins til Borgarness. Í sýningunni er lögð áhersla á hugsjónir hans og persónuleika sem laðaði að sér marga af merkustu myndlistarmönnum Íslands. Sýningin veitir því verðmæta innsýn í listasöguna og er skólastofnunum sérstaklega bent á að nýta sér það. Boðið verður upp á fræðslu fyrir börn á öllum aldri auk leiðsagnar fyrir fullorðna.
Opnun verður sem fyrr segir á fimmtudaginn og hefst kl. 17.30 með stuttri dagskrá á neðri hæð Safnahúss (suðurdyr).
Verkefnið er styrkt af Borgarbyggð og unnið í samstarfi við fjölskyldu Hallsteins og Listasafn Reykjavíkur (Ásmundarsafn).

 

Share: