Endurbætur í íþróttamiðstöðinni

september 16, 2013
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 9. september síðastliðinn að taka tilboði Eiríks Ingólfssonar f.h. EJI ehf. í stækkun og breytingar á þreksalnum í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tilboð EJI ehf. hljóðaði uppá 18.004.850 kr. en kostnaðaráætlun Umhverfis- og skipulagssviðs var 17.522.550 kr. Áætlað er að verktíminn verði í nóvember og desember og verklok fyrir áramót. Samhliða þessum breytingum verður unnið að viðhaldi á búnaði tengdum innisundlauginni í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og mun því þurfa að loka innilauginni í nokkrar vikur. Lokun laugarinnar verður auglýst síðar.
 
 

Share: