Borgarbyggð í Útsvari á föstudag

september 17, 2013
Föstudaginn 20. september mun lið Borgarbyggðar mæta liði Hornafjarðar í spurningarþættinum Útsvari á Rúv. Lið Borgarbyggðar skipa þau Stefán Gíslason Borgarnesi, Jóhann Óli Eiðsson Glitsstöðum og Eva Hlín Alfreðsdóttir Borgarnesi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulaginu í þættinum. Meðal annars eru liðin ekki lengur látin hlaupa í bjöllu eða keppa í látbragðsleik en þess í stað verða kynntir inn nýir liðir sem reyna fremur á færni liðanna í að leysa þrautir og tengja saman flókin atriði.
Nýr spurningahöfundur og dómari í keppninni í vetur er Stefán Pálsson en þau Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson eru sem fyrr í spyrlahlutverkinu.
 

Share: