Mikil umferð en áfallalítið

ágúst 7, 2003

Umferðin gekk vel fyrir sig um verslunarmannahelgina á þessu svæði fyrir utan rútuslysið á laugardag,” segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. „Það var gríðaleg umferð hér í gegn en það má segja að hún hafi dreifst óvenju mikið og það voru óvenju litlir toppur.
„Umferðin var byrjuð að aukast fyrir hádegi á fimmtudag og gekk fram á nótt á mánudag.” Fimmtíu og fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs um helgina og einn ökumaður var ákærður fyrir ölvun við akstur. Engar kvartanir bárust til lögreglu vegna óláta á skemmtunum eða tjaldsvæðum þrátt fyrir að víða væri
fjölmennt í sumarbústaðahverfum og tjaldsvæðum.

Share: