Merking á ráðhús Borgarbyggðar

febrúar 13, 2007
Nú styttist í að Ráðhús Borgararbyggðar verði merkt með heiti og nýja sveitarfélagsmerkinu. Merkið og stafirnir eru tilbúnir en veggurinn sem merkið á að fara á þótti orðinn lítið augnayndi og því var ákveðið að mála vegginn áður en merkið yrði sett upp. Beðið er eftir að hitinn hækki aðeins til að hægt sé að hefja framkvæmdir. Hægt er að sjá merkinguna eins og hún kemur til með að líta úr hér.
 
 

Share: